Fyrsta sinn í sjö ár sem Real Madrid vinnur ekki Getafe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2019 21:15 David Soria, markvörður Getafe, stóð í ströngu í kvöld. vísir/getty Getafe og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem Real Madrid mistekst að vinna Getafe. Stigið gerði meira fyrir Getafe sem komst aftur upp í 4. sæti deildarinnar. Sevilla var nokkra klukkutíma í 4. sætinu eftir stórsigur á Rayo Vallecano, 5-0, fyrr í dag. Real Madrid var meira með boltann í leiknum í kvöld en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Getafe sem hefur aðeins fengið 29 mörk á sig í deildinni. Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar og allar líkur eru á því að liðið endi þar. Spænski boltinn
Getafe og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem Real Madrid mistekst að vinna Getafe. Stigið gerði meira fyrir Getafe sem komst aftur upp í 4. sæti deildarinnar. Sevilla var nokkra klukkutíma í 4. sætinu eftir stórsigur á Rayo Vallecano, 5-0, fyrr í dag. Real Madrid var meira með boltann í leiknum í kvöld en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Getafe sem hefur aðeins fengið 29 mörk á sig í deildinni. Real Madrid er í 3. sæti deildarinnar og allar líkur eru á því að liðið endi þar.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti