Ísraelar nálægt Gaza fá frítt á Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 14:00 Eurovision er fyrirferðamikið í Tel Aviv þessa dagana. EPA/ABIR SULTAN Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34
Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19