Ísraelar nálægt Gaza fá frítt á Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 14:00 Eurovision er fyrirferðamikið í Tel Aviv þessa dagana. EPA/ABIR SULTAN Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34
Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19