Stærri bardagahöll í Reykjanesbæ styttir biðlista í bardagaíþróttum Sighvatur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:30 Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“ Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“
Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira