Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. maí 2019 08:00 Rouhani er ekki sáttur við viðskiptaþvinganirnar. Nordicphotos/AFP Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, greindi frá því í gær að ríkið væri tímabundið hætt að framfylgja skilmálum Íranssamningsins svokallaða. Það er að segja samnings sem Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland, Rússland, Kína og Bretland gerðu við Íran um að ríkið myndi leggja kjarnorkuáætlun sína niður í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana. Frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti rifti samningnum af hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta ári hefur framtíð plaggsins verið óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu hétu því að vinna áfram eftir samningnum en Bandaríkjamenn settu hins vegar á ný viðskiptaþvinganir gegn Írönum. Þessar nýju þvinganir hafa haft neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og var því ómögulegt að halda áfram að framfylgja samningnum, að því er Javad Zarif, íranski utanríkisráðherrann, sagði á Twitter í gær. Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt að Íranar muni nú framleiða meira af auðguðu úrani til einkanota. Samningurinn kveður á um að Íranar þurfi að selja úr landi allt auðgað úran sem framleitt er við almenna orkuframleiðslu en efnið er hægt að nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna. Forsetinn sagði hins vegar að þetta yrði ekki gert á næstu sextíu dögum og fór fram á það sérstaklega við aðildarríki samningsins að þau myndu vinna með Írönum að því að aflétta hinum bandarísku viðskiptaþvingunum. Annars myndu Íranar vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig. Zarif tók í sama streng í tísti sínu og skoraði sérstaklega á evrópsku aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan tímaramma til þess að athafna sig og halda lífi í samningnum. „Ef þessi fimm ríki koma að borðinu og við komumst að samkomulagi, og ef þau samþykkja að vernda olíu- og fjármálageira íranska hagkerfisins, getum við komist aftur á byrjunarreit. Íranska þjóðin og heimurinn allur þurfa að vera meðvituð um það að þetta markar ekki endalok samningsins,“ sagði Rouhani. Ákvörðun Íransstjórnar féll í nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildarríkjunum. Dmítríj Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, kenndi Bandaríkjamönnum um hvernig farið hefur fyrir samningnum. Hann sagði að Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar „vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkjamanna. „Nú erum við að sjá þessar spár verða að raunveruleika.“ Florence Parly, franski varnarmálaráðherrann, sagði við franska miðilinn BFM TV að Frakkar vildu ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi frekari þvingunum verða beitt gegn Íran. „Það myndi ekkert koma sér verr fyrir Íran í dag en að rifta samningnum.“ Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar ræddu sömuleiðis um mikilvægi samningsins. Theresa May, forsætisráðherra Breta, sagði að það væri lykilatriði að samningurinn yrði virtur og upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins sagði Þjóðverja staðráðna í því að framfylgja samningnum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Sjá meira