Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:01 Fjöldi ófrjósemisaðgerða hjá körlum hefur tvöfaldast frá aldamótum. VISIR/GETTY Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur. Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur.
Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira