Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 07:57 Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Vísir/ap Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“. Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“.
Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17