Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Stuðningsmenn Juan Guaidó flykktust að herstöð í höfuðborginni Karakas þar sem þeim lenti saman við lögreglu og þjóðvarðliðið. Getty Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaránstilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gærkvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í forsetakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starfandi forseta bárust stuðningsyfirlýsingar frá Vesturlöndum. Bandaríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnarinnar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leopoldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mótmæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkisstjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Maduros við forsetahöllina. Átök brutust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita ofbeldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á friðsamlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsingafulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast ofbeldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkisstjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaránstilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gærkvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í forsetakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starfandi forseta bárust stuðningsyfirlýsingar frá Vesturlöndum. Bandaríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnarinnar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leopoldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mótmæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkisstjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Maduros við forsetahöllina. Átök brutust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita ofbeldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á friðsamlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsingafulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast ofbeldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkisstjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37