Loftslagssjóður sem Hildur stýrir fær 500 milljónir króna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:31 Hildur Knútsdóttir hefur verið verðlaunuð fyrir ritstörf sín. Stjórnarráðið Hildur Knútsdóttir hefur verið skipuð formaður stjórnar loftslagssjóðs, en sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Til þess fær hann um 500 milljónir króna á næstu fimm árum. Meðlimir stjórnarinnar eru fjórir. Auk fyrrnefndrar Hildar sitja þau Helga Barðadóttir, Snjólaug Ólafsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson í stjórn loftslagssjóðsins. Snjólaug situr í stjórninni samkvæmt tilnefningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Hjálmar samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka. Eins og getið er á vef Stjórnarráðsins, þar sem greint er frá skipuninni, þá er Hildur rithöfundur sem „hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig miklu varða og er yfirlýstur aðgerðasinni í loftslagsmálum,“ eins og það er orðað. Hildur lauk BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands árið 2010. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2011 en hún hefur bæði hlotið Fjöruverðlaunin, sem og Íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir verk sín. Rannís mun annast umsýslu loftslagssjóðsins en samkvæmt frumvarpi um breytingar á loftslagslögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður hlutverk sjóðsins að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála. „Sjóðurinn á meðal annars að styrkja þróunarstarf og rannsóknir á sviði loftslagsvænnar tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og verkefni sem lúta að rannsóknum, kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga,“ segir á vef Stjórnarráðsins og því bætt við að alls verði um 500 milljónum króna varið til sjóðsins á fimm ára tímabili. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Hildur Knútsdóttir hefur verið skipuð formaður stjórnar loftslagssjóðs, en sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Til þess fær hann um 500 milljónir króna á næstu fimm árum. Meðlimir stjórnarinnar eru fjórir. Auk fyrrnefndrar Hildar sitja þau Helga Barðadóttir, Snjólaug Ólafsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson í stjórn loftslagssjóðsins. Snjólaug situr í stjórninni samkvæmt tilnefningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Hjálmar samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka. Eins og getið er á vef Stjórnarráðsins, þar sem greint er frá skipuninni, þá er Hildur rithöfundur sem „hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig miklu varða og er yfirlýstur aðgerðasinni í loftslagsmálum,“ eins og það er orðað. Hildur lauk BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands árið 2010. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2011 en hún hefur bæði hlotið Fjöruverðlaunin, sem og Íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir verk sín. Rannís mun annast umsýslu loftslagssjóðsins en samkvæmt frumvarpi um breytingar á loftslagslögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður hlutverk sjóðsins að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála. „Sjóðurinn á meðal annars að styrkja þróunarstarf og rannsóknir á sviði loftslagsvænnar tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og verkefni sem lúta að rannsóknum, kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga,“ segir á vef Stjórnarráðsins og því bætt við að alls verði um 500 milljónum króna varið til sjóðsins á fimm ára tímabili.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira