Innlent

Nemendur Seljaskóla fá inni hjá nágrönnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Tjónið á Seljaskóla er mikið eftir brunann um helgina.
Tjónið á Seljaskóla er mikið eftir brunann um helgina. Vísir/Jóhann K.
Seljaskóli hefur þegið heimboð tveggja nágranna skólans sem buðu fram húsakynni sín undir kennslu nemenda skólans. Um er að ræða Félagsmiðstöðina Hólmasel og Seljakirkju þar sem hluti nemenda mun ljúka skólaárinu.

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir fjölda hafa boðið skólanum upp á húsnæði undir kennslu eftir að hluti Seljaskóla varð eldi að bráð um liðna helgi. Magnús segir Hólmasel og Seljakirkju vera þá kosti sem hentuðu Seljaskóla best en skólastarf hefst klukkan 09:50.

Hann segir starfsfólk skólans og verktaka hafa unnið þrekvirki við hreinsun. Gríðarstórt verkefni beið að helginni lokinni við að hreinsa til og er búið að loka af svæði sem varð illa úti í brunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×