Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 11:15 Hassan Rouhani, forseti Íran, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Racep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. getty/Mikhail Svetlov Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkið fordæmislausar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin komu á hafa valdið verra efnahagslegu ástandi í landinu en var þegar ríkið var í stríði við Írak á árunum 1980-1988 segir Rouhani. Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran fer sí vaxandi en Bandarísk herafli og flugmóðurskip hafa verið send send inn í Persaflóa. Ósætti um stjórnarhætti Rouhani hefur farið vaxandi í Íran, en hann hefur kallað eftir samstöðu vegna þvingananna. „Á meðan á stríðinu stóð voru engin vandamál í bankakerfinu, við gátum verslað með olíu og það voru bara viðskiptaþvinganir sem sneru að vopnakaupum,“ sagði Rouhani í samtali við aðgerðarsinna í Tehran, höfuðborg landsins. Hann bætti við að „álagið sem andstæðingar okkar beita okkur með viðskiptaþvingunum er fordæmislaust í okkar íslömsku byltingu… en ég gefst ekki upp og er fullur vonar fyrir framtíðinni og trúi að við komumst yfir þessar hindranir ef við sýnum samstöðu.“ Þróunin í samskiptum Íran og Bandaríkjanna gæti haft áhrif á kjarnorkusamning sem Íran skrifaði undir árið 2015 ásamt þeim ríkjum sem hafa fasta setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Kína, auk Þýskalands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók einhliða ákvörðun á síðasta ári um að hætta að fara eftir samningnum og beita Íran viðskiptaþvingunum á ný, en Íran tilkynnti í kjölfarið að hefja kjarnorkuvinnslu á ný ef aðrir meðlimir samningsins tækju undir viðskiptaþvinganirnar.Hvað felst í viðskiptaþvingununum? Forseti Íran hefur orðið fyrir miklu aðkasti þar í landi eftir að Bandaríkin drógu sig út úr samningnum, sem stjórn Rouhani vann að. Vegna samningsins, hefur Íran samþykkt að minnka kjarnorkuumsvif sín og leyft alþjóðlegum eftirlitsmönnum að fylgjast með kjarnorkustöðvum til að koma í veg fyrir viðskiptaþvinganir. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna, sérstaklega þær sem snúa að orku, vöruflutningi og viðskiptum, hafa haft áhrif á olíuviðskipti og valdið brotthvarfi erlendra fjárfesta. Viðskiptabannið kemur í veg fyrir að Bandarísk fyrirtæki geti verslað beint við Íran sem og komið í veg fyrir að erlend fyrirtæki og önnur ríki stundi viðskipti við Íran. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagkerfi Íran muni minnka um 6% árið 2019. Bandaríkin hafa hótað öðrum ríkjum að leggja á þau skatta, ef þau hætta ekki olíuviðskiptum við Íran. Þetta á við Kína, Indland, Japan, Suður-Kóreu og Tyrkland. Íran hefur hótað að loka Hormússundi, létti Bandaríkin ekki á viðskiptabanninu, en um 20% allrar olíu sem notuð er alþjóðlega er flutt í gegn um sundið.Hvað eru Bandaríkin að gera? Með viðskiptaþvingununum vonast yfirvöld í Bandaríkjunum til að Íran skrifi undir nýjan samning sem myndi ekki aðeins ná til kjarnorkumála heldur einnig flugskeyta áætlunar Íran og til þess sem yfirvöld kalla „skaðlega hegðun“ Íran í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin eru að senda Patriot loftskeytakerfið til Mið-Austurlanda, sem er loftskeytakerfi sem virkar í öllum veðrum og getur skotið flaugum langar vegalengdir. Bandaríkin hafa einnig sent mikil hernaðargögn til Persaflóa, þar á meðal farartæki sem ganga bæði á landi og í vatni og flugtæki, sem og sprengjuflugvélar. Bandaríkin segja þetta viðbrögð við ógnum Íran sem þau segja beinast að herafla sínum á svæðinu. Íran svaraði þeim ásökunum og sagði þær bull. Nú eru rúmlega fimm þúsund bandarískir hermenn í Írak, nágrannalandi Íran. Fyrr í vikunni tilkynnti Íran að hætt væri að lúta tveimur skuldbindingum samningsins og hótaði að auka auðgun úrans ef viðskiptaþvingunum yrði ekki lyft innan tveggja mánaða. Evrópsk aðildarríki samningsins sögðust enn fylgja samningnum en þau myndu ekki lúta hótunum Íran, í von um að koma í veg fyrir fall samningsins. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð. 6. maí 2019 08:15 Íranir gætu rift kjarnorkusamningnum vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar Stjórnvöld í Teheran eru óánægð með refsiaðgerðir Bandaríkjanna og það sem þau telja seinagang Evrópuríkja í að standa við kjarnorkusamninginn. 28. apríl 2019 09:46 Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. 10. maí 2019 08:30 Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra. 8. maí 2019 07:38 Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran. 9. maí 2019 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkið fordæmislausar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin komu á hafa valdið verra efnahagslegu ástandi í landinu en var þegar ríkið var í stríði við Írak á árunum 1980-1988 segir Rouhani. Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran fer sí vaxandi en Bandarísk herafli og flugmóðurskip hafa verið send send inn í Persaflóa. Ósætti um stjórnarhætti Rouhani hefur farið vaxandi í Íran, en hann hefur kallað eftir samstöðu vegna þvingananna. „Á meðan á stríðinu stóð voru engin vandamál í bankakerfinu, við gátum verslað með olíu og það voru bara viðskiptaþvinganir sem sneru að vopnakaupum,“ sagði Rouhani í samtali við aðgerðarsinna í Tehran, höfuðborg landsins. Hann bætti við að „álagið sem andstæðingar okkar beita okkur með viðskiptaþvingunum er fordæmislaust í okkar íslömsku byltingu… en ég gefst ekki upp og er fullur vonar fyrir framtíðinni og trúi að við komumst yfir þessar hindranir ef við sýnum samstöðu.“ Þróunin í samskiptum Íran og Bandaríkjanna gæti haft áhrif á kjarnorkusamning sem Íran skrifaði undir árið 2015 ásamt þeim ríkjum sem hafa fasta setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Kína, auk Þýskalands. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók einhliða ákvörðun á síðasta ári um að hætta að fara eftir samningnum og beita Íran viðskiptaþvingunum á ný, en Íran tilkynnti í kjölfarið að hefja kjarnorkuvinnslu á ný ef aðrir meðlimir samningsins tækju undir viðskiptaþvinganirnar.Hvað felst í viðskiptaþvingununum? Forseti Íran hefur orðið fyrir miklu aðkasti þar í landi eftir að Bandaríkin drógu sig út úr samningnum, sem stjórn Rouhani vann að. Vegna samningsins, hefur Íran samþykkt að minnka kjarnorkuumsvif sín og leyft alþjóðlegum eftirlitsmönnum að fylgjast með kjarnorkustöðvum til að koma í veg fyrir viðskiptaþvinganir. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna, sérstaklega þær sem snúa að orku, vöruflutningi og viðskiptum, hafa haft áhrif á olíuviðskipti og valdið brotthvarfi erlendra fjárfesta. Viðskiptabannið kemur í veg fyrir að Bandarísk fyrirtæki geti verslað beint við Íran sem og komið í veg fyrir að erlend fyrirtæki og önnur ríki stundi viðskipti við Íran. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagkerfi Íran muni minnka um 6% árið 2019. Bandaríkin hafa hótað öðrum ríkjum að leggja á þau skatta, ef þau hætta ekki olíuviðskiptum við Íran. Þetta á við Kína, Indland, Japan, Suður-Kóreu og Tyrkland. Íran hefur hótað að loka Hormússundi, létti Bandaríkin ekki á viðskiptabanninu, en um 20% allrar olíu sem notuð er alþjóðlega er flutt í gegn um sundið.Hvað eru Bandaríkin að gera? Með viðskiptaþvingununum vonast yfirvöld í Bandaríkjunum til að Íran skrifi undir nýjan samning sem myndi ekki aðeins ná til kjarnorkumála heldur einnig flugskeyta áætlunar Íran og til þess sem yfirvöld kalla „skaðlega hegðun“ Íran í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin eru að senda Patriot loftskeytakerfið til Mið-Austurlanda, sem er loftskeytakerfi sem virkar í öllum veðrum og getur skotið flaugum langar vegalengdir. Bandaríkin hafa einnig sent mikil hernaðargögn til Persaflóa, þar á meðal farartæki sem ganga bæði á landi og í vatni og flugtæki, sem og sprengjuflugvélar. Bandaríkin segja þetta viðbrögð við ógnum Íran sem þau segja beinast að herafla sínum á svæðinu. Íran svaraði þeim ásökunum og sagði þær bull. Nú eru rúmlega fimm þúsund bandarískir hermenn í Írak, nágrannalandi Íran. Fyrr í vikunni tilkynnti Íran að hætt væri að lúta tveimur skuldbindingum samningsins og hótaði að auka auðgun úrans ef viðskiptaþvingunum yrði ekki lyft innan tveggja mánaða. Evrópsk aðildarríki samningsins sögðust enn fylgja samningnum en þau myndu ekki lúta hótunum Íran, í von um að koma í veg fyrir fall samningsins.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð. 6. maí 2019 08:15 Íranir gætu rift kjarnorkusamningnum vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar Stjórnvöld í Teheran eru óánægð með refsiaðgerðir Bandaríkjanna og það sem þau telja seinagang Evrópuríkja í að standa við kjarnorkusamninginn. 28. apríl 2019 09:46 Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. 10. maí 2019 08:30 Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra. 8. maí 2019 07:38 Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran. 9. maí 2019 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð. 6. maí 2019 08:15
Íranir gætu rift kjarnorkusamningnum vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar Stjórnvöld í Teheran eru óánægð með refsiaðgerðir Bandaríkjanna og það sem þau telja seinagang Evrópuríkja í að standa við kjarnorkusamninginn. 28. apríl 2019 09:46
Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. 10. maí 2019 08:30
Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra. 8. maí 2019 07:38
Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran. 9. maí 2019 08:00