Ýmislegt vanti upp á þrátt fyrir 500 milljóna vilyrði Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 16:00 Ein af sérstöðum nýja flugfélagsins verða fríar máltíðir sem verða bornar fram með vistvænum hætti án þess að nota plastvörur. Drykkir eru þannig bornir fram í ætum bollum. FlyIcelandic Aðstandendur FlyIcelandic, sem hafa kannað áhuga á stofnun nýs flugfélags eftir fall WOW air, eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika - þrátt fyrir að þeir segist hafa safnað næstum hálfum milljarði króna til verkefnisins. Af þeim 500 einstaklingum sem skráðu sig til þátttöku í verkefninu á vefnum flyicelandic.is voru 46 fyrrum starfsmenn hins fallna WOW, að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns FlyIcelandic. Vefsíða verkefnisins var opnuð eftir að aðstandendur FlyIcelandic höfðu tryggt aðgang að allt að fjórum Airbus flugvélum frá portúgölsku flugvélaleigunni Jet Banus. Frá því að vefsíðan leit dagsins ljós í lok apríl hafa hinir áhugasömu sagst reiðubúnir að leggja nær 500 milljónir króna í verkefnið. Þrátt fyrir það sem virðist vera töluverður áhugi má sjá af pósti aðstandenda FlyIcelandic til þeirra sem skráðu sig til leiks að töluvert virðist vanta upp á að hugmyndin verði að veruleika. Til að mynda skorti „hæfa stjórnendur og fyrirtæki úr ferðaþjónustu“ sem gætu séð um farmiðasölu og markaðssetningu fyrir nýja félagið. Jóel Kristinsson, talsmaður og verkefnastjóri FlyIcelandic, skrifar undir póstinn.„Einnig sýnist okkur vanta aðra öfluga aðila með reynslu úr ferðaþjónustu sem gætu leitt verkefnið á Íslandi þrátt fyrir að frá okkur liggi fyrir tilboð um flugvélar og flugrekstrarsvið,“ segir í póstinum.Hreiðar og Hluthafi sátu hjá Þá segjast aðstandendur FlyIcelandic hafa sett sig í samband við Hreiðar Hermannsson og Hluthafa.com, með það fyrir augum að sameina krafta sína. Eins og greint hefur verið frá hafa bæði Hreiðar og Hluthafi unnið að stofnun flugfélags á síðustu vikum. Hreiðar hefur hins vegar fallið frá þeim hugmyndum en engin svör hafa borist frá Hluthafa við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar um stöðu mála. FlyIcelandic segist hafa boðist til að leggja til fyrrnefndar flugvélar og flugrekstrarsviðið á hagstæðum kjörum á móti íslenskum aðilum sem myndu sjá um sölu, markaðssvið og þjónustu við farþega. Hvorki Hreiðar né Hluthafi hafi hins vegar fallist á slíkar hugmyndir. Hugsanlega ekki nægur áhugi á stofnun „Nú þarf að taka ákvörðun um hvort þær flugvélar sem flyicelandic.is getur útvegað fari til Íslands eða til annarra verkefna. Þrátt fyrir jákvæða umræðu og yfirlýsingar í fjölmiðlum er þegar á reynir hugsanlega ekki nægur áhugi á meðal Íslendinga að stofna nýtt flugfélag,“ segir í pósti FlyIcelandic og bætt við: „Við erum reiðubúnir til samstarfs við aðila sem gefa sig fram og hafa bolmagn til að vinna með okkur að verkefninu af fullri alvöru.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11 Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Aðstandendur FlyIcelandic, sem hafa kannað áhuga á stofnun nýs flugfélags eftir fall WOW air, eru hóflega bjartsýnir á að hugmyndin verði að veruleika - þrátt fyrir að þeir segist hafa safnað næstum hálfum milljarði króna til verkefnisins. Af þeim 500 einstaklingum sem skráðu sig til þátttöku í verkefninu á vefnum flyicelandic.is voru 46 fyrrum starfsmenn hins fallna WOW, að sögn Jóels Kristinssonar, talsmanns FlyIcelandic. Vefsíða verkefnisins var opnuð eftir að aðstandendur FlyIcelandic höfðu tryggt aðgang að allt að fjórum Airbus flugvélum frá portúgölsku flugvélaleigunni Jet Banus. Frá því að vefsíðan leit dagsins ljós í lok apríl hafa hinir áhugasömu sagst reiðubúnir að leggja nær 500 milljónir króna í verkefnið. Þrátt fyrir það sem virðist vera töluverður áhugi má sjá af pósti aðstandenda FlyIcelandic til þeirra sem skráðu sig til leiks að töluvert virðist vanta upp á að hugmyndin verði að veruleika. Til að mynda skorti „hæfa stjórnendur og fyrirtæki úr ferðaþjónustu“ sem gætu séð um farmiðasölu og markaðssetningu fyrir nýja félagið. Jóel Kristinsson, talsmaður og verkefnastjóri FlyIcelandic, skrifar undir póstinn.„Einnig sýnist okkur vanta aðra öfluga aðila með reynslu úr ferðaþjónustu sem gætu leitt verkefnið á Íslandi þrátt fyrir að frá okkur liggi fyrir tilboð um flugvélar og flugrekstrarsvið,“ segir í póstinum.Hreiðar og Hluthafi sátu hjá Þá segjast aðstandendur FlyIcelandic hafa sett sig í samband við Hreiðar Hermannsson og Hluthafa.com, með það fyrir augum að sameina krafta sína. Eins og greint hefur verið frá hafa bæði Hreiðar og Hluthafi unnið að stofnun flugfélags á síðustu vikum. Hreiðar hefur hins vegar fallið frá þeim hugmyndum en engin svör hafa borist frá Hluthafa við ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofunnar um stöðu mála. FlyIcelandic segist hafa boðist til að leggja til fyrrnefndar flugvélar og flugrekstrarsviðið á hagstæðum kjörum á móti íslenskum aðilum sem myndu sjá um sölu, markaðssvið og þjónustu við farþega. Hvorki Hreiðar né Hluthafi hafi hins vegar fallist á slíkar hugmyndir. Hugsanlega ekki nægur áhugi á stofnun „Nú þarf að taka ákvörðun um hvort þær flugvélar sem flyicelandic.is getur útvegað fari til Íslands eða til annarra verkefna. Þrátt fyrir jákvæða umræðu og yfirlýsingar í fjölmiðlum er þegar á reynir hugsanlega ekki nægur áhugi á meðal Íslendinga að stofna nýtt flugfélag,“ segir í pósti FlyIcelandic og bætt við: „Við erum reiðubúnir til samstarfs við aðila sem gefa sig fram og hafa bolmagn til að vinna með okkur að verkefninu af fullri alvöru.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11 Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00 Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. 3. maí 2019 19:11
Safnar undirskriftum fyrir nýtt val í fluginu Fólki gefst nú kostur á að skrá sig á flyicelandic.is þar sem lofað er fríðindum og ódýrum flugmiðum. Talsmaður FlyIcelandic segir að skapa eigi viðskiptagrunn sem stofna megi flugfélag á eða efna til samstarfs við önnur flugfélög. 26. apríl 2019 06:00
Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður. 25. apríl 2019 20:28