Samstarfsvettvangi um loftslagsmál komið á fót Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2019 11:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir horfðu á Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra skrifa undir. Vísir/Vilhelm Samkomulag um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir var undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Markmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040 að því er segir á vef Stjórnarráðsins.Skrifað var undir samkomulagið í dag.Vísir/VilhelmMarkmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Helstu verkefni vettvangsins verða:Kynning á fjölbreyttu framlagi Íslands til loftslagsmála til þessa sem og markmið og stefnu til framtíðar.Að tryggja virkt samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum, þar með talið um kolefnishlutleysi árið 2040.Stuðningur við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum. Íslenskum lausnum varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku verður meðal annars miðlað og unnið að auknum útflutningi vöru, hugvits og lausna sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún og Guðmunur fylgdust með forstjóra Landsvirkjunar.Fyrirtækjum, samtökum og stofnunum sem láta sig þessi mál varða er velkomið að gerast aðilar að samstarfsvettvangnum í framhaldinu. „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvánni en ljóst er að samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri baráttu. Það er von mín að sá áfangi sem við náum í dag með stofnun samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir muni skila miklum árangri. Það er ánægjulegt að skynja mikinn vilja íslensks atvinnulífs til að gera betur, nú þarf að virkja kraftinn til góðra verka á þessu sviði,“ er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Samkomulag um samstarfsvettvang stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir var undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag.Markmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040 að því er segir á vef Stjórnarráðsins.Skrifað var undir samkomulagið í dag.Vísir/VilhelmMarkmið vettvangsins er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði. Enn fremur að stjórnvöld og atvinnulíf vinni í sameiningu að metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda, þar með talið kolefnishlutleysi árið 2040. Helstu verkefni vettvangsins verða:Kynning á fjölbreyttu framlagi Íslands til loftslagsmála til þessa sem og markmið og stefnu til framtíðar.Að tryggja virkt samstarf stjórnvalda og atvinnulífs um aðgerðir í loftslagsmálum, þar með talið um kolefnishlutleysi árið 2040.Stuðningur við markaðs- og viðskiptaþróunarstarf fyrirtækja tengt loftslagsmálum. Íslenskum lausnum varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku verður meðal annars miðlað og unnið að auknum útflutningi vöru, hugvits og lausna sem byggja á íslenskri orkuþekkingu og grænum lausnum.Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún og Guðmunur fylgdust með forstjóra Landsvirkjunar.Fyrirtækjum, samtökum og stofnunum sem láta sig þessi mál varða er velkomið að gerast aðilar að samstarfsvettvangnum í framhaldinu. „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvánni en ljóst er að samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri baráttu. Það er von mín að sá áfangi sem við náum í dag með stofnun samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir muni skila miklum árangri. Það er ánægjulegt að skynja mikinn vilja íslensks atvinnulífs til að gera betur, nú þarf að virkja kraftinn til góðra verka á þessu sviði,“ er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira