Frans páfi ávarpaði fund sem Bjarni Benediktsson sótti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2019 14:57 Frans páfi heilsaði upp á fjármála-og efnahagsráðherra Íslands í Vatíkaninu í dag. Stjórnarráð Íslands Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“ Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Vísindaakademía Páfagarðs boðaði til fundar hins nýstofnaða alþjóðlegs vettvangs ráðherranna, CAPE þar sem ræddar voru leiðir til að draga úr losun. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var viðstaddur auk þess sem Frans páfi ávarpaði fundinn. Á fundinum sagði Bjarni að Ísland væri leiðandi í orkuskiptum með því að nýta hreinar auðlindir til húshitunar og raforkuframleiðslu. Ætlunin sé að ganga lengra í orkuskiptum í samgöngum og uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hann sagði að framlag Íslands gæti falið í sér útflutning á þekkingu á nýtingu fallorku og jarðhita sem og áframhaldandi rannsóknir og þróun meðal annars á niðurdælingu koltvísýrings. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu. Hinum nýja vettvangi ráðherranna, CAPE, er ætlað að hvetja til aðgerða í loftslagsmálum í krafti regluverks og ákvarðana á sviði ríkisfjármála og fjármálamarkaða. Ráðherrarnir eru sagðir hafa rætt um tæknilega og skattalega hvata til að ná markmiðum í loftslagsmálum. Á fundinum kom fram að með uppgræðslu og náttúrulegum aðferðum til bindingar mætti draga úr kolefni í andrúmsloftinu um 30% fram til ársins 2030. Útgáfa grænna skuldabréfa og breyting á fjárfestingarstefnu opinberra sjóða komu einnig til umræðu. Í ávarpi Frans páfa kom fram að aðgerðarleysi á heimsvísu vekti furðu og að afleiðngarnar væru ljósar um heim allan. „Við sjáum hitabylgjur, þurrka, skógarelda, flóð og aðrar verðurfræðilegar hamfarir, hækkandi yfirborð sjávar, sjúkdóma og önnur vandamál sem eru alvarlegur fyrirboði um enn verri hluti ef við bregðumst ekki við og gerum það af alvöru.“
Alþingi Loftslagsmál Páfagarður Umhverfismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira