Körfubolti

Jón Axel dregur sig út úr nýliðavalinu og snýr aftur til Davidson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel í leik með Davidson. Hann var valinn bestur í A10 riðlinum sem Davidson leikur í.
Jón Axel í leik með Davidson. Hann var valinn bestur í A10 riðlinum sem Davidson leikur í. vísir/getty
Jón Axel Guðmundsson hefur dregið sig út úr nýliðavali NBA-deildarinnar sem fer fram í næsta mánuði. Þetta staðfesti Bob McKillop, þjálfari Davidson.

Jón Axel mun því leika með Davidson á næsta tímabili sem verður hans fjórða og síðasta með háskólaliðinu. Allir fimm byrjunarliðsmenn Davidson á síðasta tímabili munu leika með því næsta vetur.



Jón Axel æfði hjá Sacramento Kings og Utah Jazz í síðustu viku til að sýna sig og sanna fyrir nýliðavalið. Hann verður þó ekki í hópi þeirra leikmanna sem liðin 30 í NBA-deildinni geta valið 20. júní næstkomandi.

Grindvíkingurinn lék afar vel með Davidson á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður Atlantic 10 riðilsins og í úrvalslið hans. Jón Axel var jafnframt útnefndur íþróttamaður ársins í karlaflokki hjá Davidson.

Jón Axel var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.


Tengdar fréttir

„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×