Spyrna og reykspól ungra karlmanna viðvarandi vandamál Sylvía Hall skrifar 25. maí 2019 13:35 Mikill fjöldi ökumanna var samankomin á bílastæði BYKO við lítinn fögnuð nágranna. Vísir Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar. Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa orðið varir við ökumenn sem leggja leið sína út á Granda síðla kvölds þar sem þeir nýta stór bílastæði á svæðinu í spyrnu og reykspólun með tilheyrandi hávaða líkt og sjá má í myndbandi hér að neðan sem tekið var upp í gærkvöldi. Árni Friðleifsson hjá Umferðardeild lögreglunnar segir þetta vera alþekkt vandamál sem hafi komið upp á hverju vori síðastliðin fimm ár og erfitt sé að hafa hemil á. Að sögn Árna er lögreglan meðvituð um vandann og segir að þarna séu aðallega á ferð ungir karlmenn á „sportbílum“ sem safnist saman, íbúum til mikils ama, og reykspóli á bílastæðunum. Lögreglan reyni þó eftir bestu getu að fylgjast með þessu. „Við erum búin að ná þarna mönnum og kæra fyrir bæði spól og hraðakstur en það er bara eins og með allt, lögreglan getur ekki verið alls staðar á öllum tímum sólarhringsins,“ segir Árni í samtali við Vísi en bætir við að lögreglan reyni þó að fylgjast með þessu eins oft og hægt er. Árni segir vandamálið ekki einungis bundið við svæðið á Grandanum en sambærilegar samkomur má einnig finna oft á tíðum á bílastæðinu við Smáralind og við IKEA í Garðabæ. Vildu breytingu á lögum til þess að lögfesta bann við reykspóli Íbúar svæðisins hafa áður lýst yfir óánægju með þetta ástand og hefur lögreglan áður lýst yfir nauðsyn þess að takast á við vandamálið en í 35. grein umferðarlaga er kveðið á um skyldur ökumanna til þess að haga meðferð og akstri á þann veg að ekki stafi hávaði frá ökutæki eða loftmengun að óþörfu og í námunda við íbúðarhús skuli haga hraða og akstursháttum þannig að eigi valdi óþarfa ónæði. Árið 2014 sendi embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu ábendingar og athugasemdir varðandi breytingar á umferðarlögum þar sem lagt var til að við 35. grein myndi bætast ný málsgrein þar sem kveðið væri á um bann við aksturs ökutækis á þann hátt að það missi veggrip, þar með talið hliðarskrið og spól. Var breytingin sögð nauðsynleg til þess að lögfesta skýrt bann við reykspóli og álíka akstri sem væri erfitt fyrir lögreglu að takast á við í dag en ekki málsgreinina er ekki að finna í núverandi umferðarlögum. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa reynt að gera þær ráðstafanir sem í valdi þeirra stendur og þeir bregðist við ábendingum íbúa þegar þær berast enda heyrist hávaðinn um allt hverfið. „Þegar það er kyrrt veður þá eru mikil óþægindi og mikill hávaði og þá hringja íbúarnir. Um leið og við komum þá hverfa þeir,“ segir Ómar.
Garðabær Kópavogur Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent