Greitt fyrir útflutningi á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 15:41 Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína. Stjórnarráðið Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, undirrituðu í dag þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits. „Í ferð minni til Kína í fyrrahaust skrifuðum við undir bókun um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti og því má segja að við séum að taka upp þráðinn síðan þá. Með undirrituninni í dag er verið að stíga enn eitt skrefið í að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Ni voru tollamál, heilbrigðismál og útflutningur landbúnaðarvara frá Íslandi til Kína efst á baugi. Auk þess ræddu þeir hvernig betur mætti nýta fríverslunarsamning ríkjanna, en fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins á þessu ári. Kínverski tollamálaráðherrann heimsótti forseta Íslands og ræddu þeir meðal annars viðskipti ríkjanna og samstarf þeirra á ýmsum sviðum, auk sameiginlegrar baráttu gegn loftslagsbreytingum. Ni átti einnig fundi í fjármálaráðuneytinu, sjávarútveg- og landbúnaðarráðuneytinu og með samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá heimsótti hann meðal annars fiskeldisstöð Stofnfisks á Suðurnesjum og sauðfjárbændur í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Kína Utanríkismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, undirrituðu í dag þrjár nýjar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína en greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits. „Í ferð minni til Kína í fyrrahaust skrifuðum við undir bókun um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti og því má segja að við séum að taka upp þráðinn síðan þá. Með undirrituninni í dag er verið að stíga enn eitt skrefið í að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Kína,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Ni voru tollamál, heilbrigðismál og útflutningur landbúnaðarvara frá Íslandi til Kína efst á baugi. Auk þess ræddu þeir hvernig betur mætti nýta fríverslunarsamning ríkjanna, en fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins á þessu ári. Kínverski tollamálaráðherrann heimsótti forseta Íslands og ræddu þeir meðal annars viðskipti ríkjanna og samstarf þeirra á ýmsum sviðum, auk sameiginlegrar baráttu gegn loftslagsbreytingum. Ni átti einnig fundi í fjármálaráðuneytinu, sjávarútveg- og landbúnaðarráðuneytinu og með samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þá heimsótti hann meðal annars fiskeldisstöð Stofnfisks á Suðurnesjum og sauðfjárbændur í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Kína Utanríkismál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira