Fimm fyrrverandi prestar ákærðir fyrir kynferðisbrot í Michigan 24. maí 2019 16:23 Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan. Vísir/Getty Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947. Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Saksóknarar í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákært fimm fyrrverandi presta kaþólsku kirkjunnar fyrir kynferðisbrot. Ákærurnar eru til komnar vegna umfangsmiklar rannsóknar á meintum kynferðisbrotum presta í ríkinu en fjórir þeirra hafa verið handteknir víðs vegar um Bandaríkin. Sá fimmti er í Indlandi og hafa Bandaríkin farið fram á að hann verði framseldur. Dana Nessel, dómsmálaráðherra Michigan, segir suma prestanna hafa níðst á ungum börnum og viðkvæmu fullorðnu fólki. Þeir hafi falið brot sín í allra augsýn, með því að brjóta af sér við störf þeirra í kirkjum. „Í dag, byrjum við að draga þessa presta til ábyrgðar,“ sagði Nessel í tilkynningu samkvæmt CNN.Saksóknarar í Michigan hafa um nokkuð skeið verið að rannsaka grun um kynferðisbrot í sjö biskupsdæmum í ríkinu. Í október voru gerðar húsleitir á skrifstofum kirkjunnar og hald lagt á gífurlegt magn skjala. Frá byrjun ársins hafa rannsakendum borist um 400 ábendingar um mögulega kynferðisbrot presta. Biskupsdæmum hefur verið gert að binda enda á innri rannsóknir kirkjunnar á meðan rannsókn yfirvalda stendur yfir. Nessel segir að málin gegn flestum prestanna fimm eigi uppruna sinn í ábendingarsíma Dómsmálaráðuneytis Michigan en gögn sem fundust á skrifstofum biskupsdæma hafi stutt við frásagnir af brotum prestanna. Rannsóknin í Michigan er liður í umfangsmikilli alríkisrannsókn og tengist öðrum rannsóknum sem teygja anga sína víða um Bandaríkin. Rætur þeirra rannsókna má rekja til skýrslu frá Pennsylvaniu sem opinberuð var í fyrra þar sem því var haldið fram að rúmlega 300 prestar hefðu brotið gegn minnst þúsund börnum í sex biskupsdæmum frá 1947.
Bandaríkin Indland Páfagarður Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira