Lagið lifnaði svo aftur við þegar Mugison fór ásamt fjölskyldu sinni um Ísland í tvo mánuði árið 2017.
„Þá snerum við sólarhringnum nærri því við, okkur fannst svo gottað keyra á nóttunni eftir tónleika og vera laus við túristana og eiga helstu perlur landsins alein,“ skrifar Mugison.
Millilagið varð til á Akureyri þar sem Mugison vann að laginu niður á bryggju í bílnum sínum í sól og sjávargolu.
„Mig hefur lengi langað að gera svona trallandi jákvætt lag. Við tókum grunninn upp læf í Sundlauginni í Mosó, Ómar Guðjóns á gítar, Valdimar Olgeirs á kontrabassa og ég á gítar og rödd, svo rödduðu Ómar, Rósa og Rúna eftir á. Njótið og Grillið,“ skrifar Mugison.