Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður Þórlindur Kjartansson skrifar 24. maí 2019 07:00 Áður en háhraðanettengingar og ýmis konar streymisþjónustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjónvarpsdagskrá kvöldsins áður í kaffipásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaugstofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjónvarpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnustöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í samfélaginu, sem er virt ofar landslögum, stjórnarskrá, mannréttindum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsviðburðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýningu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni.Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn—það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefndinni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Noregur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýðræðið hefði fengið að ráða niðurstöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppninnar fullhátíðlega—almenningi er treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmtilegasta popp-smellinn í skrautsýningu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skrautsýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og uppþoti—þá snýst eina velsæmisspurningin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabúningum sínum hafi storkað sómakennd ísreaelsku gest gjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óviðeigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tvísýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning Hatara undirrstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovision valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veifaði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á listamönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálfstæðri hugsun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Áður en háhraðanettengingar og ýmis konar streymisþjónustur gerðu fólki mögulegt að stilla sína eigin afþreyingardagskrá eftir hentisemi, var óhætt að brydda upp á efnisatriðum úr línulegri sjónvarpsdagskrá kvöldsins áður í kaffipásum daginn eftir. „Sástu Björgvin Halldórsson hjá Hemma Gunn í gær?“ „Hvernig fannst þér Spaugstofan taka á kjarasamningunum?“ „Hver heldurðu að hafi skotið JR?“ Þetta er að mestu leyti löngu liðin tíð. Meira að segja þeir örfáu sjónvarpsþættir sem fólk bíður eftir að sjá í línulegri dagskrá—eins og Game of Thrones—eru ekki almennt viðurkennd umræðuefni á vinnustöðum daginn eftir frumsýningu af ótta við að spilla gleði og spennu þeirra sem eru að spara sér áhorfið. Fyrir vikið er óskráð regla í samfélaginu, sem er virt ofar landslögum, stjórnarskrá, mannréttindum og trúarsetningum, að það megi alls ekki blaðra í kæruleysi frá atburðum, framgangi eða söguþræði í sjónvarpsefni sem einhver gæti hugsanlega átt eftir að sjá. Önnur mikilvæg regla sem hefur rutt sér rúms inni í sjónvarpsherbergjum og svefnherbergjum landsmanna er að ef hjón og sambýlingar hafa á einhverjum tíma ákveðið að hefja áhorf á sjónvarpsseríu þá séu það svik sem jaðri við framhjáhald ef annar horfir lengra áfram í seríunni án samþykkis makans. En þó eru einstaka sjónvarpsviðburðir sem brjóta upp þessar reglur. Á Íslandi geta menn sjálfum sér um kennt ef þeir hafa misst af frumsýningu Áramótaskaupsins, landsleik í fótbolta og Eurovision. Þess vegna er óhætt að tala án viðvörunar um keppnina í síðustu viku án þess að skemma spennuna fyrir nokkrum manni.Eurovision lýðræðið Í fyrsta lagi þá er núverandi fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar mjög áhugavert út frá lýðræðislegu sjónarhorni. Almenningur er hvattur eindregið til þess að taka upp síma, hlaða niður smáforriti, og kjósa. Kjósa, kjósa, kjósa. Manni líður nánast eins og maður sé að bregðast lýðræðislegum skyldum sínum ef maður tekur ekki þátt. Allir að nýta kosningaréttinn—það kostar ekki nema 199 krónur að hringja. Og það skiptir ekki máli þótt milljónir Evrópubúa taki upp símana og kjósi og kjósi—lýðræðið nær ekki lengra en svo að einungis helmingur af niðurstöðunni ræðst af atkvæðum almúgans. Sérskipaðir hópar fagmanna í hveru landi fá að ráða jafnmiklu, þótt svo virðist að í sumum tilvikum hafi þessar faglegu dómnefndir frekar verið að skoða landakort en hlusta á lögin. Jú, fólk fær vissulega að kjósa um alls konar hluti, og velja sína fulltrúa—en á bak við tjöldin hafa „fagmennirnir“ í raun fyrst ákveðið hvaða valkostir séu boðlegir. Núna var það þannig í Eurovision að lagið sem vann hjá dómnefndinni (Norður-Makedónía) endaði í 15. sæti hjá áhorfendum en lagið sem vann hjá áhorfendum (Noregur) var í 9. sæti hjá dómurunum. Ísland endaði sem kunnugt er í 10. sæti, en hefði verið í 6. sæti ef lýðræðið hefði fengið að ráða niðurstöðunni án aðstoðar fagmanna. Getur verið að þeir sem ráða Eurovision taki mikilvægi keppninnar fullhátíðlega—almenningi er treyst til þess að kjósa valdamesta mann heims en ekki velja skemmtilegasta popp-smellinn í skrautsýningu. Listamenn og skemmtikraftar Hin spurningin sem er áhugaverð er krafan um að þátttakendur í skrautsýningunni haldi sig algjörlega fjarri umdeildum málefnum. Á sýningu þar sem annað hvert atriði er hlaðið svo mikilli kynferðislegri spennu að það hefði fyrir nokkrum áratugum valdið almennri hneykslan og uppþoti—þá snýst eina velsæmisspurningin um hvort hinir leðurklæddu íslensku listamenn í kvalalostabúningum sínum hafi storkað sómakennd ísreaelsku gest gjafanna með því að draga upp úr skónum sínum litlar fánapjötlur til stuðnings við þjóð sem nú þegar er viðurkennd af íslenskum stjórnvöldum. Haldið börnunum innandyra!!! Eflaust fannst mörgum það óviðeigandi hjá Hatara að stefna framtíð íslenskrar Eurovision þátttöku í tvísýnu með þessum gjörningi, og kalla yfir þjóðina vandlætingu og reiði Jons Ole Sand. Havaríið og taugaveiklunin í kringum þennan hófstillta gjörning Hatara undirrstrikaði að sjálfsögðu réttmæti þess sem þeir gerðu. Hefði Eurovision valdabatteríið brugðist eins við ef Matthías og Klemens hefðu dregið norska fánann upp úr skónum? Eða var gerð athugasemd við gay-pride fánann sem íslenski hópurinn veifaði stóran hluta kvöldsins? Sá er kannski munurinn á listamönnum og skemmtikröftum að fyrrnefndi hópurinn hlýðir ekki því sem lagt er fyrir börnin í Vögguvísu Káins: „Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Við völdum þetta árið að senda listamenn í keppnina en ekki skemmtikrafta. Það hefði verið hörmulegt ef þeir hefðu látið kúga sig til þess að láta ekki í ljós vott af sjálfstæðri hugsun.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun