Telur útilokað að hægt sé að skipa þann sem þegar situr í embættinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2019 12:15 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands. Vísir/Ernir Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Sitjandi dómarar við dómstól geta ekki sótt um laus embætti við sama dómstól og því ætti með réttu að virða umsóknir þeirra að vettugi. Þetta segir fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands um umsóknir tveggja dómara við Landsrétt um stöðu dómara við réttinn sem losnaði þegar einn dómari lét af embætti sökum aldurs. Ásmundur Helgason og Ragnheiður Bragadóttir, dómarar við Landsrétt, eru á meðal umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt sem losnar í haust þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lætur af embætti sökum aldurs. Þau hafa bæði verið í leyfi frá dómstörfum síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar hinn 12. mars síðastliðinn. Niðurstaða MDE var að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en brotið fólst í því að dómari, sem ekki var löglega skipaður við Landsrétt að mati Mannrétttindadómstólsins, dæmdi í sakamáli Guðmundar Andra. Reyndar hefur Ragnheiður verið í námsleyfi lengur, eða frá 1. janúar síðastliðnum. Þau Ásmundur og Ragnheiður voru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem skipaðir voru dómarar við Landsrétt á sínum tíma en voru ekki á meðal þeirra 15 umsækjenda sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, segir virða beri umsóknir þeirra Ásmundar og Ragnheiðar að vettugi því ekki sé hægt að skipa einstakling dómara við Landsrétt sem þegar gegni dómaraembætti við réttinn. „Þessir dómarar eru þegar með dómaraembætti við þennan dómstól. Ætli það teljist ekki skilyrði fyrir gildum umsóknum um stöðu að menn gegni henni ekki þá þegar. Það er enginn munur á þessum stöðum. Þetta eru fimmtán dómarastöður við Landsrétt og þeir sitja í tveimur þeirra. Þannig að ég lít svo á að þessar umsóknir séu að engu hafandi,“ segir Jón Steinar. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mun nú fjalla um umsóknirnar. „Bæði dómsmálaráðherra og þessi nefnd ætti að mínu mati að virða þessar umsóknir að vettugi og ekki sinna þeim í því starfi sem er framundan við að skipa í þessa stöðu. Það hljóta allir menn að sjá að menn geta ekki sótt um stöðu sem þeir sitja þegar í,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, vegna málsins. Hún kaus að tjá sig ekki að svo stöddu. Á meðal annarra umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt eru Ástráður Haraldsson, Eiríkur Jónsson og Jón Höskuldsson. Þeir eru á meðal þeirra fjögurra umsækjenda sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði af lista þeirra 15 dómara sem metnir voru hæfastir af hæfnisnefnd þegar dómsmálaráðherra gerði tilnefningu til Alþingis um skipun dómara við Landsrétt á sínum tíma. Aðrir umsækjendur eru Jónas Jóhannsson, lögmaður fyrrverandi héraðsdómari, Guðmundur Sigurðsson prófessor og Friðrik Ólafsson.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent