Losun frá stóriðju og flugi jókst í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 13:04 Icelandair og Wow air fengu flestar losunarheimildir í fyrra. Wow air gerði ekki upp heimildir sínar vegna gjaldþrots félagsins í lok mars. Vísir/Vilhelm Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Stóriðja og flugrekendur á Íslandi juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum í fyrra. Losunin sem heyrir undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir jókst alls um 1,1% á milli 2017 og 2018. Fyrirtæki á Íslandi þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir tæplega milljón tonn af koltvísýringi til að mæta losun sinni í fyrra. Fimm flugrekendur á Íslandi losuðu 820.369 tonn af koltvísýringi í fyrra og var það 0,8% aukning frá árinu á undan. Sú tala nær þó aðeins til þeirrar losunar sem þeir stóðu fyrir innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) og fangar því ekki heildarlosun fyrirtækjanna sem fljúga sum hver til Norður-Ameríku, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Sjö iðnaðarfyrirtæki falla undir viðskiptakerfi ESB en losun þeirra nam 1.854.715 tonnum af koltvísýringi í fyrra og jókst hún um 1,26% á árinu áður. Með viðskiptakerfinu fá rekstraraðilar úthlutað tilteknum fjölda losunarheimilda endurgjaldslaust á hverju ári. Fyrirtæki á Íslandi sem falla undir kerfið fengu alls úthlutað 1.693.804 losunarheimildum upp á eitt tonn af koltvísýringi hver. Af þeim fengu flugrekendur 360.815 en aðrir rekstraraðilar 1.332.989. Losun frá flugi var þannig ríflega tvöfalt meiri en úthlutaðar heimildir. Flugrekendur á Íslandi þurftu því að kaupa 459.554 losunarheimildir í fyrra. Rekstraraðilar í iðnaði losuðu um 40% meira en endurgjaldslausar heimildir þeirra dugðu fyrir. Þeir keyptu því 521.726 heimildir. Alls var losun fyrirtækja á Íslandi um 58% meiri en endurgjaldslausar losunarheimildir ársins. Samtals keyptu þau 981.280 heimildir í fyrra. Viðskiptakerfið nær utan um 45% af losun gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Markmið þess er að árið 2020 verði losun í þeim geirum sem heyra undir það 21% minni en hún var árið 2005. Árið 2030 á hún að vera orðin 43% lægri. Því á að ná fram með að fækka endurgjaldslausum losunarheimildum á hverju ári.Umhverfisstofnun
Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30
Losun Íslands jókst vegna ferðamanna og aukinnar neyslu Hverfandi líkur eru á því að Ísland standist skulbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni miðað við þróun losunar til 2017. 15. apríl 2019 14:54
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17
Ráðgera mikinn samdrátt í losun Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005. 11. maí 2019 09:00