Er allt að springa vegna Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 13:07 Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun