Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 18:42 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjármálaáætlunar fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær endurskoðaða fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022 í ljósi þess samdráttar sem hefur orðið í hagvexti. Ljóst er að hagþróun næstu misseri verði með allt öðrum hætti en spáð var miðað við núgildandi fjármálastefnu en samdrátturinn í ferðaþjónustu, sérstaklega með fali WOW Air og loðnubrestur hafa skapað þessi skilyrði. Fjármálaráðherra segir breytingarnar sem gera þurfti hafi verið meiri en hann átti von á í upphafi. „Já það er alveg hægt að segja það vegna þess að áhrifin sem við sjáum á ríkisfjármálin eru ef eitthvað er ívið meiri heldur en að ég hafði gert ráð fyrir fyrirfram. Við höfum fengið hagspár sem að sýna vægan samdrátt á yfirstandandi ári. það hefur töluvert mikil áhrif inn í framtíðina. Við sjáum það til dæmis á fyrstu þremur mánuðum ársins að þá er afkoman hjá ríkissjóði um sjö milljörðum en að var stefnt,“ segir Bjarni. Það hafi kallað á að gripið hafi verið til aðgerða en gerð verður krafa um að tilteknar ríkisstofnanir skili arði. Farið verður í hagræðingaraðgerðir, bæði almennar og eins líka ákveðnar hagræðingarkröfur á kerfið í heild sinni. Áætlanir fram til þessa hafi gert ráð fyrir að ríkissjóður myndi skila miklum afgangi eða um þrjátíu milljörðum. „Fyrsta aðgerðin okkar er að segja, við ætlum að gefa frá okkur áform um mikinn afgang á komandi árum og stefna að því að vera reka ríkissjóð í jafnvægi þannig að það gefur okkur svigrúm,“ segir Bjarni.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraVísir/VilhelmLækkun bankaskatts frestað um ár Þá er verið að endurmeta ýmis útgjaldaáform. Lagt verður til að lækkun bankaskatts verði frestað um eitt ár og lækki svo í skrefum eftir það. Þá er stefnt á að farið verði í umbótaverkefni, til að mynda að starfræn opinber þjónusta skili sér í hagræði hjá hinu opinbera. Farið verður í hverju ráðuneyti yfir ný útgjaldaáform inn í næstu ár, og standi slík til verður skoðað hvort hægt sé að fresta eða framkvæma með lægri fjárhæðum. „Saman setjum pakka sem við munum kynna fyrir fjárlaganefndinni um uppfærslu á fjármálaáætluninni til samræmis við þessa stefnu sem ég kynnti í gær,“ segir Bjarni. Vegna breytinga á hagvexti hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða í samfélaginu eins og í heilbrigðiskerfinu, samgöngumálum, menntamálum og ferðaþjónustu. Bjarni segir að með aðgerðum sé verið að verja þá stefnu sem áður hefur verið kynnt í þeim málum. „Þegar að allt er skoðað þá hefur okkur tekist mjög vel að ná þeim megin markmiðum sem viðhöfum verið að stefna að sem er verðstöðugleiki, lægri verðbólga, vextir hafa verið að lækka, við höfum verið að borga upp skuldir þannig að við höfum verið að búa okkur vel undir þessa tíma og við erum mjög í vel stakk búin til þess að takast á við þau og það eru heimilin og fyrirtækin líka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05