Frægustu handaskipti Michael Jordan eiga 28 ára afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 21:30 Michael Jordan með bikarinn. Getty/Ken Levine Júní var góður mánuður fyrir körfuboltaferil Michael Jordan. Hann varð sex sinnum NBA-meistari í þessum sjötta mánuði ársins frá 1991 til 1998. Það er því hægt að rifja upp mörg skemmtileg og söguleg atvik tengdum Michael Jordan frá þessum tíma. Frægasta sniðskot Michael Jordan í lokaúrslitum NBA deildarinnar gerðist einmitt á þessum degi fyrir 28 árum eða 5. júní 1991. Michael Jordan var þá í sínum fyrstu lokaúrslitum á ferlinum og þetta var leikur tvö í einvíginu. Los Angeles Lakers hafði unnið leik eitt á heimavelli Chicago og Michael Jordan og félagar urðu því að vinna leik tvö sem var líka á þeirra heimavelli. Chicago vann þriðja leikhlutann með tólf stigum, 38-26, og Jordan kórónaði hann með frábærri og heimsfrægri körfu sem má sjá hér fyrir neðan.28 years ago today, Michael Jordan switched hands ... mid-air pic.twitter.com/CFTB9NiosD — SportsCenter (@SportsCenter) June 5, 2019Jordan talaði sjálfur um það að hann hafi óttast það að Sam Perkins myndi verja skotið sitt og tók því upp á því að skipta um hendi með eftirminnilegum hætti. Jordan var annars sjóðheitur í þessum leik en hann hitti úr 15 af 18 skotum sínum og eitt af þremur klikkum var eina þriggja stiga skotið sem hann tók í leiknum. Michael Jordan endaði leikinn með 33 stig, 13 stoðsendingar og 7 fráköst og Chicago fór til Los Angeles í stöðunni 1-1. Bulls liðið vann síðan alla þrjá leikina í Los Angeles og Michael Jordan varð NBA-meistari í fyrsta sinn.On this day in 1991, Michael Jordan switched it up mid-air pic.twitter.com/VMzmNHYhHV — Yahoo Sports (@YahooSports) June 5, 2019 NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Júní var góður mánuður fyrir körfuboltaferil Michael Jordan. Hann varð sex sinnum NBA-meistari í þessum sjötta mánuði ársins frá 1991 til 1998. Það er því hægt að rifja upp mörg skemmtileg og söguleg atvik tengdum Michael Jordan frá þessum tíma. Frægasta sniðskot Michael Jordan í lokaúrslitum NBA deildarinnar gerðist einmitt á þessum degi fyrir 28 árum eða 5. júní 1991. Michael Jordan var þá í sínum fyrstu lokaúrslitum á ferlinum og þetta var leikur tvö í einvíginu. Los Angeles Lakers hafði unnið leik eitt á heimavelli Chicago og Michael Jordan og félagar urðu því að vinna leik tvö sem var líka á þeirra heimavelli. Chicago vann þriðja leikhlutann með tólf stigum, 38-26, og Jordan kórónaði hann með frábærri og heimsfrægri körfu sem má sjá hér fyrir neðan.28 years ago today, Michael Jordan switched hands ... mid-air pic.twitter.com/CFTB9NiosD — SportsCenter (@SportsCenter) June 5, 2019Jordan talaði sjálfur um það að hann hafi óttast það að Sam Perkins myndi verja skotið sitt og tók því upp á því að skipta um hendi með eftirminnilegum hætti. Jordan var annars sjóðheitur í þessum leik en hann hitti úr 15 af 18 skotum sínum og eitt af þremur klikkum var eina þriggja stiga skotið sem hann tók í leiknum. Michael Jordan endaði leikinn með 33 stig, 13 stoðsendingar og 7 fráköst og Chicago fór til Los Angeles í stöðunni 1-1. Bulls liðið vann síðan alla þrjá leikina í Los Angeles og Michael Jordan varð NBA-meistari í fyrsta sinn.On this day in 1991, Michael Jordan switched it up mid-air pic.twitter.com/VMzmNHYhHV — Yahoo Sports (@YahooSports) June 5, 2019
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira