Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafi Sveinn Arnarsson skrifar 5. júní 2019 08:30 Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira