Túristar fái sér kennitölu fyrir ókeypis útsýni úr Perlunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Perlan hefur gengist undir endurnýjun lífdaga og fær hátt í milljón gesti á ári. Útsýnispallurinn er vinsæll viðkomustaður en verðhækkun nýverið fór illa í einhverja. Aðgangsgjaldið hækkaði um rúm 80 prósent. Fréttablaðið/Ernir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira