Fótbolti

Origi: Þetta er ólýsanlegt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Evrópumeistarinn Origi.
Evrópumeistarinn Origi. vísir/getty
Divock Origi, óvænta stjarna tímabilsins hjá Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Tottenham.

Origi kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði annað mark Liverpool þegar þrjár mínútur voru eftir.

„Þetta er ólýsanlegt. Það er svo erfitt að vinna Meistaradeildina. Þetta er minn fyrsti titill og við ætlum að fagna þessu saman,“ sagði Origi eftir leik.

„Við spiluðum eins og lið. Við bættum okkur og lærðum af reynslu fyrri ára. Við erum þroskaðari og blandan í liðinu er góð.“

Origi var beðinn um að lýsa knattspyrnustjóra Liverpool, Jürgen Klopp.

„Hann passar fullkomnlega við gildi félagsins. Hann elskar fótbolta, er góður maður og hvetur okkur alltaf áfram. Hann er mikill fótboltaheili. Stuðningsmennirnir hjálpuðu okkur líka,“ sagði Origi að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×