Indverskur töframaður talinn hafa drukknað eftir Houdini brellu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 11:48 Töframaðurinn Chanchal Lahiri áður en hann reyndi brellu töframannsins Harry Houdini. skjáskot Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann. Indland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Indverskur töframaður, sem reyndi að endurgera víðfræga brellu töframannsins Harry Houdini með því að fara út í á bundinn hlekkjum, er talinn látinn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Chanchal Lahiri ætlaði að sleppa úr fjötrum sínum og synda í land en komst aldrei upp úr Hooghly ánni í ríkinu Vestur Bengal. Áhorfendur sem höfðu safnast saman til að horfa á hann hverfa ofan í ána á sunnudag tilkynntu málið til lögreglu sem nú leita hans. Lahiri, sem einnig er þekktur sem Mandrake, var slakað ofan í ána af báti. Hann var bundinn keðjum sem var læst með sex hengilásum og fylgdust áhorfendur með honum af tveimur bátum. Hópur fólks hafði einnig safnast saman á árbakkanum og einhverjir fylgdust með af Howrah brúnni í Kolkata. Lögregla, ásamt kafarateymi, leituðu í ánni en hafa enn ekki fundið töframanninn. Einn lögreglumannanna sagði í samtali við Hindustan Times dagblaðið að ekki yrði staðhæft um andlát Lahiri fyrr en lík hans myndi finnast. Jayanta Shaw, myndatökumaður hjá fréttamiðli á sæðinu, fylgdist með Lahiri þegar hann reyndi brelluna. Hann sagði í samtali við BBC að hann hafi rætt við töframanninn áður en hann byrjaði brelluna. „Ég spurði hann hvers vegna hann hætti lífi sínu fyrir töfra,“ sagði Shaw. „Hann brosti og sagði, „ Ef ég geri þetta rétt, eru þetta töfrar. Ef ég geri mistök verður þetta harmleikur.“ Töframaðurinn sagði við hann að hann vildi gera brelluna í von um að „endurvekja áhugann á töfrum.“ Þetta er ekki fyrsta skipti sem Lahiri reynir áhættusamt atriði í vatni. Fyrir 20 árum síðan fór hann ofan í þessa sömu á í glerkassa en náði að sleppa óskaddaður. Shaw hafði einnig verið á staðnum þegar það atriði fór fram. „Ég hélt að hann myndi aldrei koma upp úr vatninu í þetta skiptið,“ sagði hann.
Indland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira