Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júní 2019 07:15 Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi. Vísir/Einar „Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland. Auk Patagonia standa NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, og sambærileg samtök í Noregi, Skotlandi og Írlandi að baki undirskriftasöfnuninni. Til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar áður en atkvæði verða greidd um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Annarri umræðu um frumvarpið var frestað á fimmtudag en var engu að síður rætt á tveimur fundum atvinnuveganefndar á föstudag. „Ég skil vel áhyggjur fólks og skynja að þær eru víðtækar. Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefndarinnar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverfisþætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverfisvænni framleiðslu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður meirihluta nefndarinnar í málinu. Kolbeinn segir nefndina hafa sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kvíum. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að uppbyggingin verði í skrefum þar sem allra þessara þátta er gætt.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19 Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15 Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Þessa dagana fylgjast náttúruverndarsinnar um alla Evrópu með því hvað er að gerast á íslenska þinginu. Þetta er fólk sem er umhugað um brothætt vistkerfi heimsins og það kallar eftir því að útgáfa leyfa fyrir laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt og þau leyfi sem þegar hafa verið gefin út verði afnumin í áföngum,“ segir Ryan Gellert, framkvæmdastjóri hjá bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland. Auk Patagonia standa NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, og sambærileg samtök í Noregi, Skotlandi og Írlandi að baki undirskriftasöfnuninni. Til stendur að afhenda Alþingi undirskriftirnar áður en atkvæði verða greidd um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi. Annarri umræðu um frumvarpið var frestað á fimmtudag en var engu að síður rætt á tveimur fundum atvinnuveganefndar á föstudag. „Ég skil vel áhyggjur fólks og skynja að þær eru víðtækar. Einmitt þess vegna höfum við í vinnu nefndarinnar fyrst og fremst lagt áherslu á umhverfisþætti. Við viljum herða sem best allar skrúfur hvað það varðar og hvetja sem mest til umhverfisvænni framleiðslu,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framsögumaður meirihluta nefndarinnar í málinu. Kolbeinn segir nefndina hafa sett fram þá sýn að eldi á frjóum laxi verði ekki stundað í opnum kvíum. „Það er þangað sem við eigum að stefna. Það þarf að horfa til þess að uppbyggingin verði í skrefum þar sem allra þessara þátta er gætt.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19 Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15 Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Lögfræðiálit SFS ekki lagt fram opinberlega. 10. maí 2019 14:19
Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. 12. júní 2019 06:15
Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. 14. júní 2019 13:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent