Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2019 06:15 "Til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið,“ spyr Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira