Stefna á að semja um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:38 Það er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem boðar formenn flokkanna til fundar klukkan 16 til að reyna að semja um þinglok. vísir/vilhelm Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54