Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. júní 2019 06:15 Erlendir ferðamenn sem sóttu Ísland heim í maí voru heppnir með veður. Fréttablaðið/Eyþór Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira