Múm var stofnuð árið 1997 af Gunnari Erni Tynes og Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni. Síðan þá hefur bandið leikið með ýmist tónlistarfólk innanborðs og gefið út alls sjö plötur frá stofnun þess.
Hér að neðan má heyra upprunalega útgáfu lagsins Smell Memory og síðan endurgerð Kronos-strengjakvartettsins.
Upprunaleg útgáfa:
Endurgerð Kronos-kvartettsins:
Kvartettinn Kronos er sérstakur fyrir þær sakir að hann hefur verið starfandi frá árinu 1973, en þrátt fyrir að meðlimir hans séu aðeins fjórir í senn, eins og nafnið gefur til kynna, er iðulega skipt um hljóðfæraleikara innan hans.