Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2019 16:15 Þau í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu hafa orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með ummæli heilbrigðisráðherra. En einnig hefur Brynjar Níelsson lagt orð í belg um sykurskatt en honum hugnast ekki að allir greiði skatt vegna óhófs nokkurra. Tara Vilhálmsdóttir er formaður samtakanna. Þau í Samtökum um líkamsvirðingu eru ósátt við það í hvaða átt umræða um sykurskattinn fyrirhugaðan er að þróast. Og hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við því. „Að gefnu tilefni viljum við benda á að setning sykurskatts ætti að hafa í för með sér bætingu lýðheilsu allra Íslendinga, ekki bara lýðheilsu feitra, enda neyta Íslendingar á öllum aldri og af öllum kynjum, stærðum og gerðum sykurs. Of mikil neysla sykurs er ekki bara óholl fyrir feitt fólk.“Í aðgerðaráætlun er talað sérstaklega um feita Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða gefna tilefni um ræðir en í aðgerðaráætlun Landlæknis, með vísan til bréf frá heilbrigðisráðuneytinu, segir meðal annars:Alma D. Möller, landlæknir.„Samkvæmt niðurstöðum norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014 var neysla fullorðinna á sykurríkum vörum (þ.e. sykruðum gosdrykkjum, sælgæti og kökum) mest á Íslandi. Hlutfall of feitra var sömuleiðis hæst á Íslandi samkvæmt sömu rannsókn. Tölur úr rannsókninni Heilsa og líðan frá 2017 og birtar voru í lýðheilsuvísum 2018 sýna að hlutfall fullorðinna sem eru með of feitir er 26,6%. Rannsóknir hafa sýnt að neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla sykraðra gos- og svaladrykkja getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Það er til mikils að vinna að draga úr neyslu á sykurríkum vörum, þ.m.t. gos- og svaladrykkjum.“Kynt undir bál fitufordóma Þá sagði Brynjar Níelsson, í viðtali við Vísi, að ekki væri forsvaranlegt að skattleggja alla vegna óhófs nokkurra. Þó ekki liggi fyrir hvort þau orð hans hafi orðið meðal annars tilefni yfirlýsingarinnar. En við hana, sem birtist á Facebooksíðu samtakanna, er tengt við frétt DV sem gerir sér mat úr grein sem Svandís Svavarsdóttir skrifaði og birti í Morgunblaðinu, en þar vísar hún meðal annars með óbeinum hætti í aðgerðaráætlunina; að ítrekað hafi komið fram að hlutfall feitra sé hátt á Íslandi og að neysla á sykurríkum vörum auki líkur á offitu og tannskemmdum.Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu en samtökin telja Svandísi hafa með gáleysislegum orðum sínum kynt undir bál fitufordóma.Vísir/Hanna„Að ætla að taka feitt fólk út fyrir sviga til að fá stuðning við sykurskatt gerir lítið annað en kynda undir það bál fitufordóma sem þarf svo sannarlega ekki á auka brennivið að halda. Sykurskattur er fyrsti liðurinn í aðgerðaráætlun vinnuhóps á vegum Landlæknisembættisins til að draga úr tíðni offitu,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til téðrar aðgerðaráætlunar.Mikil vonbrigði með Svandísi Sérstaklega er vakin athygli á því, að vegna hárrar tíðni fitufordóma og mismununar á grundvelli holdafars, að í áætluninni sér sérstaklega tekið fram að… „Við innleiðingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka neikvæð viðhorf eða vanlíðan í tengslum við holdafar. Þvert á móti er mikilvægt að efla virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í samfélaginu þar sem slæm líkamsmynd og fordómar vegna holdafars geta haft neikvæð áhrif á heilsutengda hegðun, heilbrigði og líðan. Því er ráðlagt að aðgerðir stjórnvalda felist í eflingu heilbrigðra lifnaðarhátta á breiðum samfélagslegum grundvelli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.” Stjórn Samtaka um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum og verulegum vonbrigðum með það hvert umræðan hefur farið og virðist stefna. Og eru nefnd sérstaklega ummæli Svandísar í því sambandi. „Það veldur okkur í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu gífurlegum vonbrigðum að sjá heilbrigðisráðherra ganga gegn þessum ráðleggingum í orðræðu sinni um álagningu sykurskatts.“ Alþingi Heilbrigðismál Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þau í Samtökum um líkamsvirðingu eru ósátt við það í hvaða átt umræða um sykurskattinn fyrirhugaðan er að þróast. Og hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við því. „Að gefnu tilefni viljum við benda á að setning sykurskatts ætti að hafa í för með sér bætingu lýðheilsu allra Íslendinga, ekki bara lýðheilsu feitra, enda neyta Íslendingar á öllum aldri og af öllum kynjum, stærðum og gerðum sykurs. Of mikil neysla sykurs er ekki bara óholl fyrir feitt fólk.“Í aðgerðaráætlun er talað sérstaklega um feita Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða gefna tilefni um ræðir en í aðgerðaráætlun Landlæknis, með vísan til bréf frá heilbrigðisráðuneytinu, segir meðal annars:Alma D. Möller, landlæknir.„Samkvæmt niðurstöðum norrænnar vöktunar á mataræði frá árinu 2014 var neysla fullorðinna á sykurríkum vörum (þ.e. sykruðum gosdrykkjum, sælgæti og kökum) mest á Íslandi. Hlutfall of feitra var sömuleiðis hæst á Íslandi samkvæmt sömu rannsókn. Tölur úr rannsókninni Heilsa og líðan frá 2017 og birtar voru í lýðheilsuvísum 2018 sýna að hlutfall fullorðinna sem eru með of feitir er 26,6%. Rannsóknir hafa sýnt að neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu og tannskemmdum og mikil neysla sykraðra gos- og svaladrykkja getur auk þess aukið líkur á sykursýki af tegund tvö. Það er til mikils að vinna að draga úr neyslu á sykurríkum vörum, þ.m.t. gos- og svaladrykkjum.“Kynt undir bál fitufordóma Þá sagði Brynjar Níelsson, í viðtali við Vísi, að ekki væri forsvaranlegt að skattleggja alla vegna óhófs nokkurra. Þó ekki liggi fyrir hvort þau orð hans hafi orðið meðal annars tilefni yfirlýsingarinnar. En við hana, sem birtist á Facebooksíðu samtakanna, er tengt við frétt DV sem gerir sér mat úr grein sem Svandís Svavarsdóttir skrifaði og birti í Morgunblaðinu, en þar vísar hún meðal annars með óbeinum hætti í aðgerðaráætlunina; að ítrekað hafi komið fram að hlutfall feitra sé hátt á Íslandi og að neysla á sykurríkum vörum auki líkur á offitu og tannskemmdum.Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu en samtökin telja Svandísi hafa með gáleysislegum orðum sínum kynt undir bál fitufordóma.Vísir/Hanna„Að ætla að taka feitt fólk út fyrir sviga til að fá stuðning við sykurskatt gerir lítið annað en kynda undir það bál fitufordóma sem þarf svo sannarlega ekki á auka brennivið að halda. Sykurskattur er fyrsti liðurinn í aðgerðaráætlun vinnuhóps á vegum Landlæknisembættisins til að draga úr tíðni offitu,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til téðrar aðgerðaráætlunar.Mikil vonbrigði með Svandísi Sérstaklega er vakin athygli á því, að vegna hárrar tíðni fitufordóma og mismununar á grundvelli holdafars, að í áætluninni sér sérstaklega tekið fram að… „Við innleiðingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka neikvæð viðhorf eða vanlíðan í tengslum við holdafar. Þvert á móti er mikilvægt að efla virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í samfélaginu þar sem slæm líkamsmynd og fordómar vegna holdafars geta haft neikvæð áhrif á heilsutengda hegðun, heilbrigði og líðan. Því er ráðlagt að aðgerðir stjórnvalda felist í eflingu heilbrigðra lifnaðarhátta á breiðum samfélagslegum grundvelli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.” Stjórn Samtaka um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum og verulegum vonbrigðum með það hvert umræðan hefur farið og virðist stefna. Og eru nefnd sérstaklega ummæli Svandísar í því sambandi. „Það veldur okkur í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu gífurlegum vonbrigðum að sjá heilbrigðisráðherra ganga gegn þessum ráðleggingum í orðræðu sinni um álagningu sykurskatts.“
Alþingi Heilbrigðismál Heilsa Skattar og tollar Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Sykurskattur styðji við ósjálfbært heilbrigðiskerfi Oft hefur verið þörf á að sporna við sykurneyslu en nú er nauðsyn að mati landlæknis. 26. júní 2019 11:15