Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:00 Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta." Landbúnaður Neytendur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta."
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira