Erlent

Þrír eftir í baráttunni

Atli Ísleifsson skrifar
Síðar í dag verður ljóst hvaða tveir frambjóðendur munu standa eftir.
Síðar í dag verður ljóst hvaða tveir frambjóðendur munu standa eftir. Getty
Sajid Javid heltist í dag úr lestinni í baráttunni um hver verði næsti formaður breska Íhaldsflokksins og þar með arftaki Theresu May í stóli forsætisráðherra.

Innanríkisráðherrann Javid hlaut fæst atkvæði í atkvæðagreiðslunni í þingflokknum í dag, 34 í heildina. Utanríkisráðherrann Jeremy Hunt hlaut 59 atkvæði, umhverfisráðherrann Michael Gove 61 og Boris Johnson 157 atkvæði.

Fimmta umferð atkvæðagreiðslunnar fer fram síðar í dag þar sem ljóst verður hvaða tvo frambjóðendur almennir flokksmenn munu hafa val um.

Alls munu 160 þúsund skráðir flokksmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði um nýjan formann, en úrslit verða kynnt á flokksþingi 22. júlí.


Tengdar fréttir

Johnson bætti við sig fylgi

Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×