Yfirmaður í sjóher Venesúela lést í varðhaldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2019 23:20 Varnarmálaráðuneytið staðfestir að Acosta sé látinn. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty/Bloomberg Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga. Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Venesúela staðfesti í dag að Rafael Acosta, kafteinn í sjóher Venesúela, væri látinn. Ekkja hins látna fullyrðir að Acosta hefði sætt pyntingum í varðhaldi vegna meintrar aðkomu hans að valdaráni sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segir að hafi verið í uppsiglingu. Í síðustu viku sakaði Maduro nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð ásamt stjórnarandstöðunni og nokkrum erlendum þjóðarleiðtogum. Maduro kvaðst sannfærður um að ætlunin hafi verið að steypa sér af stóli. Acosta var leiddur fyrir herrétt fyrir helgi en hann féll í yfirlið áður en unnt var að rétta yfir honum. Varnarmálaráðuneytið sagði í stuttri yfirlýsingu í dag að dómari í máli hans hefði látið fara með Acosta á sjúkrahús. „Þrátt fyrir að við veittum honum viðeigandi læknisaðstoð lést hann,“ sagði í yfirlýsingunni.Nicolás Maduro forseti Venesúela sakaði í síðustu viku nokkra háttsetta menn í hernum um að brugga sér launráð.epaÍ yfirlýsingu frá bandaríska innanríkisráðuneytinu er stjórn Maduros gefið að sök að hafa pyntað Acosta til dauða. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Maduro hefur beitt ofbeldi gegn pólitískum föngum.“ Þá var kallað eftir því að lýðræðisríki heims fordæmi mannréttindabrotin og beiti sér fyrir því að hinir seku verði látnir sæta ábyrgð. Waleska Perez, ekkja Acosta, sagði að hann hefði varla verið með meðvitund í dómsal vegna þess að hann hefði orðið fyrir barsmíðum og pyntingum. „Þeir pyntuðu hann það mikið að þeir náðu að drepa hann“. Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir og hjálparsamtök hafa í auknum mæli fylgst með öryggissveitum Maduro vegna gerræðislegra ákvarðana þeirra um varðhald og ómannúðlegs aðbúnað fanga.
Venesúela Tengdar fréttir Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22 Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þúsundir streyma til Kólumbíu til að kaupa nauðsynjar Landamæri Venesúela og kólumbíu voru opnuð á nýjan leik í dag. 8. júní 2019 21:22
Vígreifur Maduro stillti sér upp með hernum Sakar Bandaríkin um að stýra tilraun til valdaráns. 2. maí 2019 23:45