Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00