Dýr mahóníklæðning English Pub slapp við vatnselginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2019 11:08 English Pub er á jarðhæð Austurstrætis 12. Hér má sjá hann að vetri til. Vísir/Hanna Töluvert vatn flæddi á milli fjögurra hæða á Austurstræti 12 í morgun. Nú á tólfta tímanum hefur slökkviliði tekist að þurrka upp þorra vatnsins en áætlað er að það hafi náð upp í ökkla þegar mest var á efri hæðum hússins. Lekinn er rakinn til þvottavélar á efstu hæð hússins, þar sem skemmtistaðinn Vinnustofu Kjarvals er að finna. Talið er að töluvert vatn hafi lekið úr henni í nótt og fram undir morgun. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda barsins English Pub á jarðhæðinni, segir þannig að það hafi ekki verið fyrr en klukkan 7 í morgun sem vatnsskynjari í kjallara hússins hafi gert þeim viðvart. Hann ásamt öðrum aðstandendum barsins og slökkviliði hafa staðið í ströngu við að dæla upp vatni úr kjallara hússins, þar sem finna má lager og salerni, allar götur síðan. Nú sjái hins vegar fyrir endann á því og gerir hann ekki ráð fyrir öðru en að English Pub opni í hádeginu venju samkvæmt. Arnar telur mikla mildi að tjónið hafi ekki orðið meira á barnum sjálfum. Eigendur staðarins hafi nýlega ráðist í dýrar framkvæmdir, til að mynda klætt hann allan í mahóní-við, sem hafi nær alfarið sloppið. Svo virðist sem vatnið hafi lekið meðfram stokkum og beint niður í kjallarann, þar sem gifsveggir á lagernum hafi skemmst. Hálfdán Steinþórsson, einn eigenda Vinnustofu Kjarvals, segir að sama skapi að betur hafi farið en á horfðist. Tjónið á staðnum sé ekki mikið þrátt fyrir vatnsmagnið. Reykjavík Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Töluvert vatn flæddi á milli fjögurra hæða á Austurstræti 12 í morgun. Nú á tólfta tímanum hefur slökkviliði tekist að þurrka upp þorra vatnsins en áætlað er að það hafi náð upp í ökkla þegar mest var á efri hæðum hússins. Lekinn er rakinn til þvottavélar á efstu hæð hússins, þar sem skemmtistaðinn Vinnustofu Kjarvals er að finna. Talið er að töluvert vatn hafi lekið úr henni í nótt og fram undir morgun. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda barsins English Pub á jarðhæðinni, segir þannig að það hafi ekki verið fyrr en klukkan 7 í morgun sem vatnsskynjari í kjallara hússins hafi gert þeim viðvart. Hann ásamt öðrum aðstandendum barsins og slökkviliði hafa staðið í ströngu við að dæla upp vatni úr kjallara hússins, þar sem finna má lager og salerni, allar götur síðan. Nú sjái hins vegar fyrir endann á því og gerir hann ekki ráð fyrir öðru en að English Pub opni í hádeginu venju samkvæmt. Arnar telur mikla mildi að tjónið hafi ekki orðið meira á barnum sjálfum. Eigendur staðarins hafi nýlega ráðist í dýrar framkvæmdir, til að mynda klætt hann allan í mahóní-við, sem hafi nær alfarið sloppið. Svo virðist sem vatnið hafi lekið meðfram stokkum og beint niður í kjallarann, þar sem gifsveggir á lagernum hafi skemmst. Hálfdán Steinþórsson, einn eigenda Vinnustofu Kjarvals, segir að sama skapi að betur hafi farið en á horfðist. Tjónið á staðnum sé ekki mikið þrátt fyrir vatnsmagnið.
Reykjavík Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira