Draga úr þátttöku í kjarnorkusamningi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Abbas Araqchi aðstoðarutanríkisráðherra sést hér til hægri á blaðamannafundi gærdagsins. Nordicphotos/afp Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hættu í gær að fylgja skilmálum JCPOA-kjarnorkusamningsins. Sextíu daga fresturinn sem Íransstjórn hafði gefið eftirstandandi aðildarríkjum til þess að skýla Íran gegn nýjum, bandarískum þvingunum rann þá út. Íran gerði samninginn við Bandaríkin, Kína, Frakkland, Þýskaland, Evrópusambandið, Rússland og Bretland árið 2015 en eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta rifti hann samningnum af hálfu Bandaríkjanna. Trump-stjórnin lagði þá á nýjar þvinganir gegn Íran en samningurinn gekk í meginatriðum út á að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu þvingana. „Í dag rann sextíu daga fresturinn út og fyrst kröfum okkar er varða kjarnorkusamninginn og olíusölu var ekki svarað tökum við í dag skref númer tvö. Fyrir sextíu dögum lýstum við því yfir að við myndum hætta að fylgja ákvæðum um uppsöfnun auðgaðs úrans og nú tilkynnum við um að við ætlum ekki að fylgja ákvæðum um hversu auðgað úranið má vera,“ hafði íranski miðillinn Fars News eftir Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í gær. Aukinheldur að Íran myndi draga aftur úr þátttöku sinni í samningnum eftir sextíu daga til viðbótar. Þessa síðustu sextíu daga höfðu Íranar ekki selt úr landi lágauðgað úran. Það er alla jafna notað til þess að knýja kjarnorkuver. Háauðgað úran, sem Íran hyggst nú vinna í skilvindum sínum, er aftur á móti hægt að nota í rannsóknarkljúfum eða jafnvel kjarnorkuvopnum. Alla jafna er úran sem notað er í vopnum um níutíu prósent auðgað en Íran hyggst nú, samkvæmt því er embættismenn sögðu í gær, vinna fimm prósent auðgað úran. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við íranska forsetann Hassan Rouhani í síma á laugardag. Hann tjáði Írananum að hann vildi alls ekki sjá samningnum rift og samþykktu leiðtogarnir að íhuga að hefja viðræður á ný.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Íran Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira