Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 14:26 Stöðvarhús Hvalárvirkjunar verður neðanjarðar. Inn á þessa mynd er búið að teikna aðkomubyggingu stöðvarhússins til hægri og fyrirhugaðan veg upp á heiðina. Vesturverk. Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. Pétur Halldórsson, stjórnarmaður í Landvernd og Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi Vesturverks voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar var framkvæmd og undirbúningur Hvalárvirkjunar rædd. Skiptar skoðanir er um virkjunina og hafa meðal annars landeigendur kært framkvæmdarleyfið. „Það er verið að kæra framkvæmdarleyfið sem við fengum á vormánuðum, til þess að hefja undirbúning fyrir rannsóknir sem við viljum fara í næsta sumar. Kveikjan að þessum kærum eru auðvitað framkvæmdaleyfin en ekki ferðalög um fallega landið okkar. Jú þetta er rétt á meðan að þessar kærur eru í meðferð hjá úrskurðarnefndinni þá getum við bara haldið áfram okkar striki því það er enginn búin að stöðva okkur í því,“ sagði Birna Lárusdóttir hjá VesturVerki. Stjórnarmaður Landverndar, Pétur Halldórsson, segir að ýmsum spurningum hafi enn ekki verið svarað. „Í apríl síðastliðnum sendu Ungir Umhverfissinnar bréf til hreppsnefndar og spurði hvort þessi samanburður hefði verið gerður á mismunandi leiðum til þess að flytja rannsóknarbúnað. Það var vel áður en framkvæmdaleyfið var gefið út en þau hafa enn ekki svarað þessum spurningum,“ sagði Pétur. Birna telur kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdirnar. „Við teljum að þær séu á mjög hæpnum forsendum. Við teljum að nefndinni sé fátt annað stætt en að vísa þeim frá,“ segir Birna Þá segir hún virkjunina gríðarlega búbót fyrir svæðið. „Hvalárvirkjun mun reynast gríðarlega mikilvæg í því að tryggja sjálfbærni Vestfjarða í orkuöflun og orkuvinnslu,“ Sögðu Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi VesturVerks í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær. 25. júní 2019 12:21
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá. 4. júlí 2019 06:15
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00