Foreldrum í Frakklandi bannað að rassskella börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 16:53 Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Vísir/getty Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum. Frakkland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum.
Frakkland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira