Hefur talað fyrir aukinni hernaðarsamvinnu og sambandsríkinu ESB Eiður Þór Árnason skrifar 2. júlí 2019 22:30 Von der Leyen er náinn bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Vísir/AP Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Ursula von der Leyen, sem var í dag tilnefnd sem nýr forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð vera ötul talskona nánari Evrópusamvinnu. Hún situr nú sem varnarmálaráðherra Þýskalands og hefur átt sæti í öllum ríkisstjórnum Angelu Merkel Þýskalandskanslara þau rúmu 13 ár sem hún hefur verið við völd. Von der Leyen hefur lengi verið áberandi innan Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, og var á tímabili talin vera mögulegur arftaki Merkel. Von der Leyen fæddist í Brussel og yrði fyrsta konan til að gegna embættinu, verði tilnefning hennar samþykkt á Evrópuþinginu. Hún lærði hagfræði við London School of Economics en skipti síðar yfir í læknisfræði og útskrifaðist sem læknir frá Hannover. Eftir að ljóst varð að Bretland væri á leið út úr Evrópusambandinu, talaði Von der Leyen fyrir því að útgangan gæti verið kjörið tækifæri til að auka hernaðarsamvinnu innan sambandsins. Undir hennar stjórn sem varnarmálaráðherra hafa hernaðarútgjöld Þýskalands aukist og færst nær kröfu Bandaríkjamanna um að aðildarríki NATO verji tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Einnig vakti hún athygli fyrir ummæli sín árið 2011 þegar evrukrísan stóð enn sem hæst. Þá lét Von der Leye hafa eftir sér í viðtali við þýska miðilinn Der Spiegel að hún vildi sjá Evrópusambandsríkin stefna í átt að „Bandaríkjum Evrópu,“ að fyrirmynd sambandsríkja á borð við Sviss, Þýskalands eða Bandaríkjanna.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13 Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14 Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Leiðtogar ESB funda enn um arftaka Juncker Leiðtogar Evrópusambandsins sitja enn á fundum í Brussel í Belgíu þar sem reynt er að finna arftaka Jean Claude Juncker á stóli forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 1. júlí 2019 08:13
Fyrsta konan til að vera tilnefnd sem forseti framkvæmdastjórnar ESB Samþykki Evrópuþingið tilnefninguna verður von der Leyen fyrsta konan til þess að gegna embættinu. 2. júlí 2019 18:14
Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. 1. júlí 2019 12:15