Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 20:36 Hræin eru mörg illa útleikin, sem þykir benda til þess að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. Vísir/Elín margrét Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986. Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986.
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08