Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 13:00 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í gær ítrekun í tölvupósti til sveitarfélaga landsins að þeim sé með öllu óheimilt að greiða starfsmönnum sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness eingreiðslu upp á 106 þúsund krónur nú í ágúst, eins og starfsmönnum annarra stéttarfélaga. Hörð kjaradeila hefur verið á milli SGS og Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. SGS telur að sveitarfélögin, að undanskilinni Reykjavíkurborg, hafi ekki staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Frá því í mars hafa kjarasamningar Sveitarfélaganna verið lausir og viðræður í gangi. SGS vísaði deilu sinni til sáttasemjara í vor vegna pattstöðu um lífeyrismálin. Vegna þess hvað samningar hafa dregist á langinn gerði samninganefnd sveitarfélaganna samning við þau stéttarfélög sem enn eru í viðræðum um eingreiðsluna en af því að SGS vísaði deilu sinni áfram þá fá þeirra félagsmenn ekki slíka greiðslu. „Þeir bera því við að við séum búin að vísa til sáttasemjara og á þeirri forsendu geta þeir ekki samið við okkur um þetta,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður SGS.En er ekki hægt að semja um í samráði við ríkissáttasemjara? „Jú, við létum kanna það hvort þeir væru tilbúnir til þess að gera það en svarið var nei.“ Eingreiðslan sé í raun sárabót fyrir biðlund vegna þess að kjarasamningar hafi verið lausir lengi. SGS hafi verið settir afarkostir. „Að draga til baka frá sáttasemjara og hætta að tala um þessi lífeyrismál sem er ein af okkar aðalkröfum í okkar samningum þannig að það var algjörlega óaðgengilegt. Þeir voru bara að setja deiluna í enn meiri hnút,“ segir Björn. Sveitarfélögin séu að láta deiluna bitna á þeim sem síst skyldi. „Ég lít á þetta sem þannig að það sé verið að láta okkur finna fyrir því að við skyldum vísa til sáttasemjara. Þetta fólk er lægst launaðasta fólki hjá sveitarfélögunum sem er verið að draga að borga. Auðvitað veit ég að þetta mun koma þegar við náum samningunum en þeir fá þetta ekki núna,“ segir Björn. Sambands íslenskra sveitarfélaga gaf út yfirlýsingu þess efnis að þau muni ekki tjá sig um deiluna á meðan hún er á borði ríkissáttasemjara.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira