39 farþegar Icelandair komust ekki með frá Manchester Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:15 Bombardier Q400-vél Air Iceland Connect sést hér á Akureyrarflugvelli. Vélarnar eru nú notaðar í millilandaflugi Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. vísir/frikki þór 39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
39 farþegar Icelandair sem áttu bókað flug með félaginu frá Manchester í dag komust ekki með þegar flugið fór frá Bretlandi þar sem ekki var pláss fyrir þá í vélinni. Í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn Vísis kemur fram að upphaflega hafi Boeing 757 vél átt að fljúga frá Manchester í dag. Vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur Icelandair hins vegar þurft að gera ráðstafanir varðandi flugáætlun og flotann. Eins og greint hefur verið frá felast þær ráðstafanir meðal annars falist í því að nota vélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q400 frá Air Iceland Connect fyrir styttri flug eins og Manchester, Dublin og Bergen.Náðu ekki að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð Markmiðið er að halda áætlun og þar með lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á farþega Icelandair að því er segir í svari Ásdísar. Þar segir jafnframt um flugið frá Manchester í dag: „Þetta tiltekna flug frá Manchester var því töluvert yfirbókað en við náðum því miður ekki við að gera ráðstafanir fyrir alla í tæka tíð og þykir okkur það mjög leitt. Það voru 39 farþegar sem komust ekki með vélinni og höfum við boðið þeim gistingu og uppihald í Manchester á okkar kostnað sem og skaðabætur. Þá stendur þeim til boða beint flug frá Manchester á morgun eða tengiflug í gegnum aðra áfangastaði okkar í dag. Það hefur verið mikið álag á okkar fólki undanfarin misseri vegna kyrrsetningar MAX vélanna en almennt hefur gengið nokkuð vel að leysa málin í sumar. Við erum að gera okkar besta við óvenjulegar aðstæður og þykir mjög leitt að hafa ekki náð að leysa þetta betur fyrir þetta tiltekna flug.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00 Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. 8. maí 2019 23:00
Icelandair flutti farþega með Bombardier til Manchester Flugvélin notuð til að mæta vandanum sem fylgir kyrrsetningu MAX-vélanna. 22. maí 2019 10:40