Krekar dæmdur í tólf ára fangelsi án þess að koma fyrir dóm Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:00 Krekar á sér langa sögu í Noregi. Vísir/EPA Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi. Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi.
Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40
Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32
Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00
Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01