„Með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 13:30 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, veltir því fyrir sér hvort varaformennska Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í bankaráði AIIB sé brot á siðareglum ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB. Greint var frá því um helgina að Bjarni hafi tekið við varaformennsku í ráðinu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ákvað í kjölfarið að senda fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis hvort þessi störf Bjarna kunni að vera brot á siðareglum ráðherra. Bjarni svarar þessum vangaveltum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hann að fjármála- og efnahagsráðherra Íslands sitji ólaunað í bankaráði AIIB ásamt fulltrúum annarra 78 fullgildra aðildarríkja bankans. „Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Með orðum sínum um rökstuddan grun er ráðherrann að vísa í orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem hún lét falla í Silfrinu í febrúar í fyrra. Sagði Þórhildur Sunna að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið að sér fé í umræðu um akstursgreiðslur til hans og annarra þingmanna. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingmanna með þessum ummælum sínum. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra í tengslum við það að hann hafi verið kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingabankans, AIIB. Greint var frá því um helgina að Bjarni hafi tekið við varaformennsku í ráðinu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, ákvað í kjölfarið að senda fyrirspurn til fjárlaganefndar Alþingis hvort þessi störf Bjarna kunni að vera brot á siðareglum ráðherra. Bjarni svarar þessum vangaveltum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir hann að fjármála- og efnahagsráðherra Íslands sitji ólaunað í bankaráði AIIB ásamt fulltrúum annarra 78 fullgildra aðildarríkja bankans. „Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ segir Bjarni á Facebook-síðu sinni. Með orðum sínum um rökstuddan grun er ráðherrann að vísa í orð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem hún lét falla í Silfrinu í febrúar í fyrra. Sagði Þórhildur Sunna að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið að sér fé í umræðu um akstursgreiðslur til hans og annarra þingmanna. Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingmanna með þessum ummælum sínum.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. 14. júlí 2019 14:04