Meira að segja ungu strákarnir frá Sviss eru taldir vera betri en Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 11:30 Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira