Erlent

Ákærður fyrir að hafa orðið þungaðri konu að bana

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn verður leiddur fyrir dómara á morgun
Maðurinn verður leiddur fyrir dómara á morgun Vísir/Getty
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 26 ára Kelly Mary Fauvrelle.

Fauvrelle var gengin átta mánuði á leið en sjúkraflutningamönnum tókst að koma ófæddum syni hennar í heiminn með keisaraskurði á vettvangi glæpsins. Drengurinn, sem var gefið nafnið Riley, lést á spítala fjórum dögum síðar.

Í dag var hinn 25 ára, Aaron McKenzie ákærður fyrir morðið á Fauvrelle og manndráp á ófæddum syni hennar. Hann verður leiddur fyrir dómara á morgun. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Maðurinn réðst á Fauvrelle í svefnherberginu hennar aðfararnótt 27. júní síðastliðinn. Öll fjölskylda Fauvrelle var á heimilinu nóttina sem hún var myrt. Tveir aðrir menn 29 og 37 ára voru grunaðir um morðið en hefur þeim nú verið sleppt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×